Sláðu inn orð á nútímaíslensku og fáðu áætlaða víkingaaldarrúnamynd til baka og sögulegar rúnaristur sem innihalda orðið ef þær finnast.
Þú getur líka slegið inn allt að tíu orða setningu en þá færðu ekki sögulegu risturnar með.
Þetta er sá eini á netinu sem getur fylgt stöðlum rúnarista víkingaaldar á þokkalega réttan hátt. Aðrir breytar gera ekkert eða lítið annað en að breyta hverjum staf í eina rún með misgóðum aðferðum en niðurstöðurnar verða þá í engu samræmi við hefðir rúnarista.
Helsta ástæðan er sú að til þess að virka þarf rúnabreytirinn að fletta upp orðunum í ýmsum gagnasöfnum (sjá f. neðan). Mikilvægustu og mest tæmandi gagnasöfnin eru BÍN og Wiktionary en BÍN er eingöngu fáanlegt á nútímamáli og Wiktionary hefur mun takmarkaðri upplýsingar fyrir norrænu. Að því sögðu má prófa að setja norræna stafsetningu en niðurstöðurnar verða almennt síðri.
Rúnabreytirinn skilar eingöngu yngra fúþarki sem er letrið sem notað var á víkingaöld. Sögulegu risturnar sem birtast birta staðlaða gerð letursins sem tíðkaðist á tíma þeirra rista en eru ekki endilega nákvæmlega þær sömu og sjást á ristunni.
Það geta verið nokkrar skýringar á því. Breytirinn reynir að fylgja hefðum Austur-norrænu á fyrri hluta víkingaaldar. Sögulegu risturnar gætu verið frá öðru tímabili eða öðru svæði. Fyrir utan það fylgdu rúnaristur aldrei samrýmdum reglum og ekki er ein rétt leið til að rita hvern staf. Hins vegar er líka eins líklegt að rúnabreytirinn hafi gert mistök þar sem hann er fjarri því að vera fullkominn.
Fengið frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Höfundur og ritstjóri Kristín Bjarnadóttir.
Sótt frá: https://bin.arnastofnun.is.
Höfundarrétt á Árnastofnun. Notað með skilmálum CC-BY-SA leyfis.
Upprunalega skönnuð og sett á tölvutækt form af Germanska orðaverkefninu (uppr. Germanic Lexicon Project).
Tölvutækt og betrumbætt form fengið frá: https://old-norse.net/. Sérstakar þakkir fær Dr. Scott Burt fyrir góðfúslega aðstoð við að vinna með gögnin.
Höfundarréttur orðabókarinnar er útrunnin. Tilfærslur GLC og old-norse.net notaðar með leyfi.
Aðgengileg á https://www.wiktionary.org. Tölvutækt form fengið frá: https://kaikki.org/dictionary/.
Höfundarrétt eiga Wiktionary höfundar. Notað með skilmálum CC-BY-SA leyfis.
Fengið frá http://www.nordiska.uu.se/forskn/samnord.htm. Höfundarrétt á Rúnaumræðuvettvangur Uppsalaháskóla. Notað með skilmálum á áðurnefndri síðu.
Velkomin í Rúnabreytinn. Sláðu inn orð eða stutta setningu á íslensku og fáðu víkingaaldarrúnir til baka.