Um Runic.is

Þessi síða var gerð utan um rúnabreytinn sem leyfir þér að breyta nútímaíslensku í áætlað víkingaaldar rúnaletur.

Breytirinn er sá eini á netinu sem tekur mið af hinum ýmsu rithefðum sögulegra yngra fúþarks rúnarista. Rúnastafsetning var aldrei samræmd en breytirinn reynir að fylgja algengustu hefðum víkingaaldar. T.d. greinir hann á milli ᚱ (upprunalegt /r/) og ᛦ (upprunaleg /z/) og svo ᚬ (nefmælt á) og ᛅ (önnur a eða á) auk þess sem hann hunsar hljóðvörp að fremsta megni. Þetta er mögulegt þökk sé ýmsum gagnasöfnum sem hann flettir upp í til að fá frekari upplýsingar um orðin. Svo reynir hann að snúa hljóðbreytingum við og giska á eldri form orðanna til að fá sem réttustu víkingaaldarrúnirnar út.

Breytirinn er langt því frá að vera fullkominn og ætti ekki að treysta á fyrir t.d. húðflúr en er þó langtum betri en aðrir á netinu.

Höfundur og umsjónarmaður er Kristján Andri Gunnarsson. Ábendingar og leiðréttingar eru vel þegnar.

Tæknilegar upplýsingar

Síðan keyrir á Express.js á bak við Nginx. Breytirinn sjálfur er skrifaður í Typescript, annað í óbreyttu NodeJS. Síðan er hýst á Ubuntu EC2 þjóni hjá AWS.

Persónuvernd

Þessi síða notar engar vafrakökur nema þá sem geymir tungumálastillingu notanda. Þessi síða hefur engar auglýsingar eða rakningarbúnað, notar ekki Google Analytics eða sambærilegar þjónustur og enginn þriðji aðili hefur aðgang að gögnum um notendur. Vefurinn geymir IP tölur og leitir í takmarkaðan tíma.